Rizk logo

Ábyrg spilun

ÁBYRG SPILUN ER MIKILVÆG

Ábyrg spilun þýðir að hafa stjórn á spilun þinni og að njóta hennar.

HVER ER SKULDBINDING OKKAR VARÐANDI ÁBYRGA SPILUN?

Við erum staðráðin í að vernda spilara okkar, fylgjast með sviksamlegu og glæpsamlegu atferli og afstýra fjárhættuspili einstaklinga undir lögaldri. Við erum staðráðin í að vernda þig og tryggja að rétt verkfæri séu til staðar til að hjálpa þér að njóta fjárhættuspilunar þinnar. Við lofum að bjóða upp á sanngjarna og skemmtilega spilaupplifun og tryggja gegnsæi með markaðsaðgerðum okkar.

FJÁRHÆTTUSPILUN ÓLÖGRÁÐA EINSTAKLINGA

Til að spila fjárhættuspil þarftu að vera fullorðinn í samræmi við lögaldurinn sem kveðið er á um í lögsögu þinni þar sem þú býrð. Skv. íslenskum lögum er nauðsynlegt að vera 18 ára.

Það er á okkar ábyrgð að tryggja að spilarar sem skrá reikning hjá okkur fari í gegnum staðfestingarferli til að ganga úr skugga um að þeir séu á löglegum aldri til að spila. Foreldrar og forráðamenn barna geta notað ýmis verkfæri til að koma í veg fyrir fjárhættuspilun einstaklinga undir lögaldri.

CYBERsitter, til dæmis, er síunarhugbúnaður sem gerir foreldrum kleift að skrá síður sem þeir vilja að sé lokað á. Heimsæktu CYBERsitter.

NJÓTTU SPILUNAR ÞINNAR

Tími þinn á vefsíðunni okkar ætti að vera ánægjuleg upplifun svo við ráðleggjum þér að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum fyrir og meðan á spilun stendur:

1) Hugsaðu um hvernig þú ætlar að stunda fjárhættuspil áður en þú byrjar að spila. Fylgstu með færslunum þínum og athugaðu reglulega hversu miklum tíma og peningum þú eyðir.

2) Forgangsraðaðu daglegum skyldum þínum í samræmi við það og tryggðu að spilun þín trufli ekki daglegt líf þitt.

3) Ekki spila ef þú ert í bata vegna fíknar eða ert undir áhrifum áfengis eða annarra efna.

4) Ekki reyna að bæta tap þitt. Ef þú heldur að þú sért að missa stjórn á fjárhættuspilun þinni skaltu íhuga að setja hámark á eyðslu þína eða spilatíma þinn eða leita frekari aðstoðar.

FÆRSLUR OG VEÐMÁLASAGA

Færslurnar þínar eru sjáanlegar á netinu. Þú getur séð inneignina þína og bónusfé sem og inn- og útborganir þínar.
Veðmálasagan er einnig aðgengileg. Þú sérð hversu mikið þú hefur veðjað, á hvaða tímum dags, í hvaða leikjum, stöðuna eftir hvert veðmál, vinninga og núverandi inneign.

SJÁLFSMATSPRÓF

Með því að skoða spilavenjur þínar gefst þér tækifæri til að velta fyrir þér tímanum og peningunum sem fara í spilun þína. Þetta gæti reynst þér gagnlegt til að greina vanda þinn eða forða þér frá því að lenda í vanda. Við bjuggum til þetta sjálfsmatspróf til að hjálpa þér að greina þig.

Að teknu tilliti til síðustu 12 mánaða skaltu svara “já” eða “nei” við þessum spurningum:

Þarf ég að spila með hærri fjárhæðir eða í lengri tíma til að fá sömu spennutilfinningu?

Finn ég fyrir eirðarleysi eða pirringi þegar ég reyni að minnka fjárhættuspilun eða hætta alfarið?

Hef ég reynt að stjórna, draga úr eða hætta fjárhættuspilun án árangurs?

Eyði ég miklum tíma í að hugsa um fjárhættuspil?

Veðja ég oft þegar mér líður illa eins og vegna kvíða, streitu, einmanaleika, sektarkenndar eða þunglyndis?

Reyni ég að endurheimta peninga sem ég tapaði?

Hef ég logið að öðrum um hversu miklum tíma eða peningum ég eyði í fjárhættuspil?

Hefur fjárhættuspilun mín haft áhrif á sambönd mín eða starf mitt?

Hef ég selt eigur eða treyst á að aðrir láni mér peninga þegar ég hef tapað þeim vegna fjárhættuspils?

Spila ég oft þar til peningarnir mínir eru búnir?

Hef ég einhvern tíma hugsað um sjálfsskaða eða sjálfsvíg vegna fjárhættuspilunar minnar?

Hef ég einhvern tíma stolið peningum til að fjármagna fjárhættuspilun mína?

Hef ég misst áhuga á fjölskyldu minni, vinum eða áhugamálum vegna fjárhættuspilunar minnar?

Hef ég spilað undir áhrifum áfengis eða annarra efna?

Ef þú hefur svarað “já” við fjórum (eða fleiri) af þessum spurningum gætir þú átt í vandræðum með fjárhættuspil og við mælum með því að þú íhugir að setja hámark á reikninga þína eða takmarka spilun þína á annan hátt ásamt því að ræða við einhvern um svörin sem þú gafst okkur. Ef þú vilt takmarka spilun eða sjálfsútiloka þig þá geturðu smellt hér þegar þú hefur skráð þig inn. Frekari upplýsingar um spilafíkn og hvernig hægt er að leita sér hjálpar er að finna á BeGambleAware eða Gamblers Anonymous.
[Próf aðlagað frá DSM-5 greiningarviðmiðum: Spilafíkn]

RAUNVERULEIKATÉKK

Raunveruleikatékk gerir þér kleift að stilla áminningu sem upplýsir þig um tímann sem þú hefur eytt í að spila á síðunni. Þú getur nálgast raunveruleikatékk hér þegar þú hefur skráð þig inn. Raunveruleikatékks-tímamælirinn byrjar um leið og þú leggur inn fyrsta veðmálið þitt og heldur áfram að birtast með völdu millibili þar til þú lýkur spilalotunni þinni.

Þegar völdu tímabili er lokið færðu skilaboð um tímann sem þú hefur eytt í að spila. Þú færð möguleika á að halda áfram eða ljúka spilalotunni.

Áminning um raunveruleikatékk virkar kannski ekki eins og búist var við ef þú samþykkir ekki vefkökur eða notar “incognito”-stillingu á vafranum þínum.

HÁMARK

Það er ráðlegt að ákveða fjárhagslegt hámark áður en þú byrjar að spila því það minnkar líkurnar á að þú lendir í spilavanda.

Þú getur stjórnað spilun þinni á ýmsan hátt:

Fjárhagshámarkið getur verið daglegt, vikulegt eða mánaðarlegt og þú getur breytt hámarki þínu hvenær sem þú vilt. Þú getur stillt hámarkið hér þegar þú hefur skráð þig inn. Hafðu samband við þjónustudeild okkar ef þú vilt fjarlægja hámark.

Heimilt er að lækka upphæð hámarks þegar í stað. Allar beiðnir um að hækka eða fjarlægja hámark eru háðar 24 klukkustunda “kælingu“. Upprunalega hámarkið verður virkt þangað til.

HLÉ

Þú getur beðið um 24 klukkustunda, 7 daga eða 30 daga hlé. Reikningurinn þinn verður sjálfkrafa aðgengilegur þegar tímabilinu lýkur.

Þú getur tekið þér hlé hér þegar þú hefur skráð þig inn eða með því að hafa samband við þjónustudeild okkar.

SJÁLFSÚTILOKUN

Sjálfsútilokun gerir þér kleift að útiloka þig frá fjárhættuspilun ef þér finnst hún ekki lengur skemmtileg. Á völdu tímabili eru allir netreikningar sem þú ert með hjá Zecure Gaming Limited háðir beiðni þinni um sjálfsútilokun. Þú getur sjálfsútilokað þig hér þegar þú hefur skráð þig inn eða með því að hafa samband við þjónustudeild okkar.

Á þessu tímabili sendum við þér ekkert markaðsefni og við getum hvorki tekið við innborgunum frá þér né veðmálum.

Reikningarnir þínir verða opnaðir sjálfkrafa aftur þegar sjálfsútilokunartímabilið er liðið.

HJÁLP OG STUÐNINGUR

Gamblers Anonymous er félagsskapur karla og kvenna sem deila reynslu sinni og styrk til að leysa sameiginlegt vandamál sitt og hjálpa öðrum að gera slíkt hið sama. Gamblers Anonymous veitir öllum hjálparhönd sem vilja hætta fjárhættuspili. Þú getur heimsótt vefsíðuna hér.

BeGambleAware eru góðgerðarsamtök sem veita upplýsingar til að hjálpa fólki að taka upplýstar ákvarðanir um fjárhættuspilun sína. Þau geta hjálpað þér að fræðast um fjárhættuspil og hvað felst í öruggari fjárhættuspilun sem og að skilja spilafíkn og vísa þér á frekari upplýsingar, hjálp og stuðning ef þú þarft á því að halda. Þú getur heimsótt vefsíðuna hér.

Ef þú telur að þú eigir í erfiðleikum með fjárhættuspil gætirðu íhugað að loka fyrir aðgang að öllum fjárhættuspilasíðum úr tölvunni þinni með því að setja upp læsingarhugbúnað eins og GamBlock sem notar háþróuð verkfæri til að loka á allar fjárhættuspilasíður og hugbúnað. Heimsæktu Gamblock hér.