Rizk logo

Persónuvernd og Vefkökur

PERSÓNUVERND OG VEFKÖKUR

Útgáfa 2.0 Dagsett 12. júní 2020

Þessi tilkynning ásamt almennum reglum og skilyrðum sem eru aðgengileg á síðunni gefur mynd af hvers kyns persónuupplýsingum við söfnum frá þér og þú lætur okkur fá til að vinna úr. Vinsamlegast lestu eftirfarandi vandlega til að skilja verklag okkar varðandi persónuupplýsingar þínar og hvernig við meðhöndlum þær. Þú samþykkir verklag sem lýst er í þessari stefnu með því að heimsækja og opna reikning á síðunni okkar.

Zecure Gaming Limited er maltneskt fyrirtæki sem hefur eftirlit með persónuupplýsingum þínum. Skráð heimilisfang þess er: ‘Betsson Experience Centre’, Ta’ Xbiex Seafront, Ta’ Xbiex, XBX 1027, Malta.

Þegar við nefnum “FYRIRTÆKI”, “við”, “okkur” eða “okkar” í þessari persónuverndartilkynningu, erum við að vísa til fyrirtækisins innan samstæðunnar Betsson Group sem Zecure Gaming Limited tilheyrir sem er hér eftir nefnt “Group“ sem gæti tekið þátt í vinnslu gagna þinna til að veita þér ákveðna þjónustu.

Við höfum ráðið fulltrúa gagnaverndar (DPO). Ekki hika við að hafa samband við DPO okkar hjá [email protected] ef þú hefur einhverjar spurningar um persónuverndartilkynningu okkar.

Upplýsingar sem við söfnum um þig

Við söfnum og vinnum úr eftirfarandi gögnum um þig:

· Upplýsingar sem þú gefur okkur. Upplýsingar sem þú veitir með því að fylla út eyðublöð á síðunni okkar eða hafa samskipti við þjónustudeild okkar í síma, spjalli, tölvupósti eða á annan hátt. Þetta felur í sér upplýsingar sem þú gefur þegar þú skráir þig til að nota síðuna okkar, gerist áskrifandi að þjónustu okkar, leggur inn, veðjar eða tekur út og samþykkir bónusa eða önnur tilboð sem eru tiltæk á síðunni okkar. Einnig vinnum við úr gögnum sem þú veitir okkur um hvaðan þú hefur tekjur þínar. Upplýsingarnar sem þú gefur okkur gætu innihaldið nafn þitt, notandanafn, heimilisfang, fæðingardag, búsetuland og þjóðerni, kennitölu, netfang og símanúmer, fjárhags- og greiðslukortaupplýsingar og sönnun á auðkenni þínu, heimilisfangi, fjármálastöðu og ljósmynd sem þú lætur okkur í té.

Við þurfum að safna persónuupplýsingum lögum samkvæmt og vegna skilmála samningsins sem við gerðum við þig. Við getum ekki staðið við samning okkar við þig ef þú lætur okkur ekki fá þessi gögn þegar þess er óskað. Þá gætum við þurft að loka reikningnum þínum.

· Upplýsingar sem við söfnum um þig. Upplýsingar sem við söfnum sjálfvirkt í heimsóknum þínum á síðuna okkar:

– tæknilegar upplýsingar, þar á meðal IP adressan sem notuð er til að tengja tölvuna þína við netið, innskráningargögn þín, gerð vafra og útgáfa, tímabeltisstilling, gerð og útgáfur vafraviðbóta, stýrikerfi og vettvangur;

– upplýsingar um heimsókn þína, þar á meðal Uniform Resource Locators (URL), leikir sem þú spilaðir og lengd spilunar í hverjum leik á hverri síðu og samskipti inn á síðunni.

– upplýsingar frá vefkökum. Vinsamlega skoðaðu tilkynningu okkar um vefkökur til að sjá hvers kyns vefkökur eru í notkun.

· Upplýsingar sem við fáum frá öðrum aðilum. Upplýsingar sem við fáum um þig ef þú notar eina af vefsíðum okkar eða þjónustu sem rekin er af aðilum innan Group eða í samræmi við leyfi sem aðilar innan Group hafa. Við söfnum upplýsingum um þig í eina gagnageymslu ef þú notar reikninga á fjölda síðna sem Group rekur. Slík gögn eru mikilvæg fyrir okkur í tölfræðilegum tilgangi en einnig sérstaklega vegna varna okkar gegn peningaþvætti og hvað ábyrga spilun varðar.

· Við erum í nánu samstarfi við þriðja aðila þar á meðal viðskiptafélaga, undirverktaka í tækni-, greiðslu- og afhendingarþjónustu sem og aðila sem sjá um markaðsupplýsingar (CRM, markaðssetningu tölvupósts, SMS-veitur, dreifingu Direct mail og símtala). Við störfum einnig með aðilum sem sjá um auglýsingar, greiningu, áreiðanleikakannanir, netleit og greiðslumat. Þessi flokkur inniheldur upplýsingar sem við fáum frá útgefendum okkar, auglýsendum og öðrum samstarfsaðilum til að birta auglýsingar og sérsniðið efni fyrir þig og bera kennsl á þig á milli vafra og tækja. Þetta gæti falið í sér dulnefnisauðkenni sem sumir auglýsendur kjósa að deila með okkur. Gagnavinnsla persónuupplýsinga fer fram samkvæmt skriflegum fyrirmælum okkar og takmarkast við veitta þjónustu.

· Við gætum einnig fengið persónulegar upplýsingar um þig frá eiganda vörumerkisins. Í þágu gegnsæis; vörumerki geta verið í eigu annarra aðila en ábyrgðaraðila gagna og persónuupplýsingar þínar verða því aðgengilegar þeim vörumerkjaeigendum.

· Flokkar gagna um þig

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um einstakling til að bera kennsl á viðkomandi. Það felur ekki í sér gögn þar sem auðkenni hefur verið fjarlægt (nafnlaus gögn).

Persónuupplýsingar má setja í eftirfarandi flokka:

· Auðkennisgögn innihalda skírnarnafn, eftirnafn, notandanafn eða svipað auðkenni, hjúskaparstöðu, titil, fæðingardag, kyn, atvinnustöðu og starf.

· Samskiptagögn innihalda heimilisfang, netfang og símanúmer.

· Fjárhagsgögn innihalda upplýsingar um laun þín og auð, fjármuni sem notaðir eru til að spila hjá okkur sem og upplýsingar um bankareikning, greiðslukort eða greiðslureikning, launaseðla eða álíka skjöl safnað í KYC tilgangi.

· Færslugögn innihalda upplýsingar um innborganir og útborganir, veðmál og leiki sem þú hefur spilað á síðum okkar.

· Tæknileg gögn innihalda IP-tölu, innskráningargögn þín, gerð vafra og útgáfu, stillingu tímabeltis og staðsetningu, gerðir og útgáfur vafraviðbóta, stýrikerfi og vettvang og aðra tækni sem þú notar til að fá aðgang að þessari vefsíðu.

· Notkunargögn innihalda upplýsingar um hvernig þú notar vefsíðu okkar, vörur og þjónustu, notandanafn þitt og lykilorð (dulkóðað) og einnig um leiki spilaða, inn- og útskráningartíma, lengd leiks, bónusa, tilboð, ábyrga spilun ofl.

· Markaðs- og samskiptagögn innihalda óskir þínar um markaðsamsskipti við okkur og þriðja aðila okkar.

Til að uppfylla lagalegar skyldur okkar verðum við einnig að taka saman sérstaka flokka persónuupplýsinga eins og hvaða pólitíska stöðu þú gegnir samkvæmt AML og áreiðanleikakönnunarskyldu okkar.

Notkun upplýsinga (Tilgangur)

· Upplýsingar sem þú lætur okkur fá. Við notum þessar upplýsingar:

– til að standa við skuldbindingar samkvæmt samningi okkar og veita þér leikjaþjónustu sem þú óskar eftir frá okkur, til að taka við innborgunum þínum og vinna úr útborgunum, framkvæma svikastjórnunarferli, svara öllum fyrirspurnum eða kvörtunum þínum sem og önnur atriði sem tengjast helstu þjónustu sem við veitum þér;

– að því tilskildu að þú hafir veitt samþykki fyrir að taka á móti markaðsupplýsingum, til að veita þér upplýsingar um þjónustu okkar, vörur, bónusa og tilboð hjá vörumerkinu sem þú ert með reikning hjá;

– að því tilskildu að þú hafir veitt samþykki fyrir að taka á móti markaðsupplýsingum frá fyrirtækjum Group, til að veita þér upplýsingar um þjónustu okkar, vörur, bónusa og tilboð frá Group og tengdum aðilum;

– til að veita sérsniðnar auglýsingar á síðunni byggðar á samskiptum þínum við síðuna eða notkunargögnum þínum;

– til að tilkynna þér um breytingar á þjónustu okkar;

– til að tryggja að upplýsingarnar á vefsíðunni okkar séu birtar á sem skilvirkastan hátt fyrir þig og tölvuna þína;

– til að standa við skuldbindingar um varnir gegn peningaþvætti og fara eftir lögum og reglugerðum sem við verðum að fylgja.

· Upplýsingar sem við söfnum um þig. Við notum þessar upplýsingar:

– til að stjórna síðunni okkar og fyrir innri starfsemi þar með talið bilanaleit, gagnagreiningu, prófun, rannsóknir, tölfræðivinnslu og kannanir. Vefkökur safna slíkum upplýsingum. Upplýsingar okkar um vefkökur veita leiðbeiningar um hvernig hægt er að slökkva á vefkökum;

– til að hamla svikum og fyrir áhættustýringu, þar með talið að áhættugreina reikninginn þinn;

– til að meta hegðun þína á síðunni til að búa til nákvæman prófíl um þig varðandi ýmislegt (þar á meðal en ekki takmarkað við):

· Fyrirtækið gæti tekið saman skrá yfir misnotendur bónusa og einstaklingar á þessum lista gætu verið útilokaðir frá hvers kyns tilboðum eða notkun á þjónustu fyrirtækisins. Þetta felur einnig í sér greiningu á öðrum tegundum svika og sviksamlegrar hegðunar.

· Við munum einnig fylgjast með færslum þínum og hegðun vegna ábyrgrar spilunar til að tryggja að samskipti þín við okkur séu áfram ánægjuleg. Við gætum metið ábyrga spilun þína á grundvelli upplýsinganna sem við söfnum. Við gætum veitt þér aðgang að því mati í gegnum reikninginn þinn. Við gætum ályktað að þú ættir við vanda að stríða eða sért viðkvæm(ur) fyrir spilafíkn.

· Sem hluta af skuldbindingu okkar um að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, greinum við einnig persónuupplýsingar þínar og berum þær saman við gögn þriðja aðila, byggjum upp AML prófíl um þig og áhættumetum spilareikninginn þinn út frá þeim upplýsingum sem þú hefur veitt okkur og upplýsingar sem við höfum safnað um þig. Við höfum skrá yfir grunsamlega viðskiptavini vegna gruns um peningaþvætti.

· Vinsamlegast athugaðu að í þessum tilgangi notum við prófílgreiningu. Þó er ekki hægt að birta frekari upplýsingar um vinnslu greiningarinnar til að vernda fyrirtæki okkar og uppfylla lagalegar skyldur.

– til að tryggja að upplýsingarnar á vefsíðunni okkar séu birtar á sem skilvirkastan hátt fyrir þig og tölvuna þína;

– til að gera þér kleift að taka þátt í gagnvirkum eiginleikum þjónustu okkar;

– til að halda síðunni okkar öruggri;

– til að mæla eða meta skilvirkni auglýsinga sem við birtum þér og öðrum og koma á framfæri viðeigandi tilboðum;

– til að koma með tillögur og mæla með vörum okkar.

– Við söfnum, notum og deilum söfnuðum gögnum eins og tölfræðilegum eða lýðfræðilegum gögnum í hvaða tilgangi sem er. Gögn geta verið unnin úr persónuupplýsingum þínum en þau eru ekki talin persónuleg gögn lögum samkvæmt þar sem gögnin afhjúpa ekki beint eða óbeint hver þú ert. Til dæmis gætum við safnað saman notkunargögnum til að reikna út hlutfall notenda sem hafa aðgang að tilteknum vefsíðueiginleika. Hins vegar, ef við sameinum eða tengjum þessi gögn við persónuleg gögn þín þannig að þau geti beint eða óbeint borið kennsl á þig, meðhöndlum við þau sem persónuleg gögn í samræmi við þessa persónuverndartilkynningu.

· Upplýsingar sem við fáum frá öðrum aðilum. Við sameinum þær upplýsingum sem þú gefur okkur og við söfnum um þig. Við notum þessar upplýsingar í þeim tilgangi sem lýst er hér að ofan (fer eftir tegund upplýsinga sem við fáum). Upplýsingar gætu komið frá þriðja aðila þjónustuveitendum aldursstaðfestingartækja, auðkennis- eða heimilisfangsstaðfestingarþjónustum, eftirlitsaðilum eða aðilum sem sjá um miðlæga gagnagrunna um spilavanda, umsjónaraðilum PEP og öðrum sem við gætum gert samninga við af og til. Við gætum einnig fengið upplýsingar frá fyrirtækjum innan Group sem hjálpa okkur að veita þér betri þjónustu eða til að halda bónusmisnotendum og illgjörnum fjárhættuspilurum frá þjónustu okkar.

· Notendaprófíll.

Allar upplýsingar sem við höfum um þig, hvort sem þú hefur veitt okkur þær eða við höfum safnað þeim frá þér eða frá þriðja aðila, er safnað saman í einn notendaprófíl sem við búum til um þig.

Löglegur grundvöllur vinnslu persónuupplýsinga

Við höfum sett fram hér að neðan lýsingu á notkun persónuupplýsinga þinna og á hvaða lagagrunni við byggjum. Við höfum einnig bent á hverjir lögmætir hagsmunir okkar eru þar sem við á.

(a) Framfylgja samningi við þig(b)nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur(a) Framfylgja samningi við þig;(b) Nauðsynlegt til að gæta lögmætra hagsmuna okkar (til að kanna hvernig viðskiptavinir nota vörur okkar/þjónustu, til að þróa þær og auka viðskipti okkar)(c) Tæknilegt(a) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (afhenda þér viðeigandi vörur í gegnum síðuna byggt á notkun þinni og óskum)

Til að skrá þig sem nýjan viðskiptavin

Tilgangur Gagnaflokkur Lögmætur grundvöllur úrvinnslu
Til að skrá þig sem nýjan viðskiptavin (a) Tilefni samnings við þig

(b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur

(c) Notkun

(a) Tilefni samnings við þig

(b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur

Til að veita þér leikjaþjónustu

(a) Stjórna innborgunum og útborgunum;

(b) Færa þér leiki

(a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Fjárhagsgögn

(d) Færslur

(e) Markaðssetning og Samskipti

(a) Framfylgja samningi við þig

(b)

Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldur

Til að stjórna sambandi okkar við þig sem felur í sér:

(a) Að láta þig vita um breytingar á skilmálum okkar eða persónuverndarstefnu

(b) Viðhalda spilareikningi hjá okkur.

(a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Notkun

(d) Markaðssetning og Samskipti

Til að gera þér kleift að taka þátt í tilboði (a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Notkun

Til að upplýsa þig um tilboð og bónus (a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Notkun

(d) Markaðssetning og Samskipti

(a) Samþykki
Vegna sundurliðunar og greiningar (a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Notkun

(d) Markaðssetning og Samskipti

a) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (til að geta flokkað viðskiptavini sem VIP eða hvort þeir spili t.d. í Casino eða veðji á stuðla til að þeir fái viðeigandi tilboð.

b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagalega skyldu til að koma í veg fyrir peningaþvætti, svik og til að uppfylla skyldur okkar um ábyrga spilun og samfélagslega ábyrgð.

Til að stjórna og vernda fyrirtæki okkar og þessa vefsíðu fyrir hvers kyns ólögmætri starfsemi, þar á meðal peningaþvætti, svikum, samráði og svipaðri starfsemi (a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Tæknilegt

(d) Sérstakir flokkar persónuupplýsinga

(a) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu til að koma í veg fyrir peningaþvætti, svik og samráð.
Til að greina og rannsaka hegðun spilara, samskipti, innborganir og spilun til að ákvarða hvort þeir eigi við vanda að stríða. (a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Notkun

(d) Sérstakir flokkar persónuupplýsinga

(a) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu til að koma í veg fyrir peningaþvætti og fjárhættuspil.
Til að stjórna og vernda fyrirtækið okkar og þessa vefsíðu (felur í sér meðal annars bilanaleit, gagnagreiningu, prófun, kerfisviðhald, þjónustu, skýrslugerð og hýsingu gagna) (a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Tæknilegt

(a) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (til að reka fyrirtæki okkar, veita umsýslu og upplýsingatækniþjónustu, netöryggi og koma í veg fyrir svik.)

(b) Nauðsynlegt til að uppfylla lagaskyldu (vernda fjármuni viðskiptavina)

Til að skila þér viðeigandi vefsíðuefni og auglýsingum og mæla eða skilja skilvirkni þeirra auglýsinga sem við birtum þér (a) Auðkenni

(b) Hafa samband

(c) Notkun

(d) Markaðssetning og Samskipti

Til að nota gagnagreiningar til að bæta vefsíðu okkar, vörur, markaðssetningu, viðskiptatengsl og upplifun (a) Tæknilegt

(b) Notkun

(a) Nauðsynlegt fyrir lögmæta hagsmuni okkar (skilgreina tegundir viðskiptavina fyrir vörur okkar, halda vefsíðu okkar uppfærðri og til að þróa viðskipti okkar)

Birting upplýsinga þinna

Þú samþykkir að við megum deila persónuupplýsingum þínum:

· Með meðlimi Group sem þarf aðgang að persónuupplýsingum þínum til að veita þá þjónustu sem þú biður um. Gögn sem við tökum á móti og söfnum um þig verður deilt með fyrirtækjum Group. Slík gögn gætu verið notuð til að koma í veg fyrir svik og bónusmisnotkun og vegna AML og ábyrgrar spilunar til að uppfylla lagalegar skyldur Group sem gætir lögmætra viðskiptahagsmuna;

· Með meðlimum Group í þeim tilgangi að aðrar einingar þar hafi samband við þig með upplýsingar um vörur þeirra og þjónustu, að því tilskildu að þú hafir samþykkt að fá beina markaðssetningu frá slíkum einingum.

· Með völdum þriðju aðilum samkvæmt gagnavinnslusamningi við okkur sem tryggir vernd persónuupplýsinga þinna, þar á meðal:

– eiganda og/eða rekstraraðila síðu sem er í eigu annars fyrirtækis en Group. Þessir einstaklingar myndu krefjast persónuupplýsinga þinna til að veita þjónustu eða til að svara fyrirspurnum og kvörtunum frá þér. Þegar þú samþykkir að taka á móti beinni markaðssetningu munu eigendur slíkra þriðja aðila vefsvæða einnig nýta persónuupplýsingar þínar til að veita þér markvissar auglýsingar, keyra tilboð, birta atferlisauglýsingar og hafa samband við þig í tengslum við vörur og þjónustu.

– Með birgjum stjórnunarkerfisins;

– Með leikjabirgjum sem útvega vörur á síðurnar okkar til að leyfa þér að taka þátt í leik og til að ákvarða niðurstöðu leiksins;

– Þegar þú samþykkir að fá beina markaðssetningu frá okkur, með auglýsendum og auglýsinganetum sem krefjast gagna til að velja og birta viðeigandi auglýsingar fyrir þig og aðra með tilboðstölvupóstum og SMS, beinpóst eða símtölum.

• Með greiningar- og leitarvélaaðilum sem aðstoða okkur við að bæta og uppfæra vefinn okkar;

– Með aðilum sem meta lánstraust þitt þar sem það er skilyrði þess að við gerum samning við þig;

– Með aðilum sem staðfesta aldur og auðkenni og öðrum sem geta sannreynt upplýsingar viðskiptavina;

– Með bönkum okkar, greiðsluþjónustuveitendum eða greiðslugáttum til að geta komið greiðsluleiðbeiningum til þín;

– Með lögfræðingum okkar og ráðgjöfum um hvers kyns mál sem krefjast að fá aðgang að persónuupplýsingum;

– Með einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum, opinberum aðilum og eftirlitsstofnunum sem halda skrá yfir fjárhættuspilara eða í öðrum tilgangi vegna ábyrgrar spilunar;

– Með einstaklingum, fyrirtækjum, félagasamtökum, ríkisstofnunum og eftirlitsyfirvaldi sem heldur úti skrám eða gagnagrunnum sem hafa það að markmiði að koma í veg fyrir glæpi, peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka;

– (Ef við samþykkjum að flytja viðskipti okkar sem tengjast þessari síðu) Með væntanlegum kaupanda eða lögfræðingum þeirra, ráðgjafa, fjármálaráðgjafa og starfsmanna bæði á meðan á áreiðanleikakönnun stendur og sem hluta af flutningi fyrirtækisins. Þetta felur í sér hvers kyns gagnaflutning sem krafist er samkvæmt samningi okkar og eiganda og/eða rekstraraðila síðunnar um uppsögn eiganda og/eða rekstraraðila síðunnar á þjónustu okkar.

· Ef okkur ber skylda til að birta eða deila persónuupplýsingum þínum til að uppfylla lagaskyldu eða framfylgja skilmálum okkar og og öðrum samningum; eða til að vernda réttindi okkar, eignir eða öryggi. Þetta felur í sér að skiptast á upplýsingum við önnur fyrirtæki og stofnanir í þeim tilgangi að vernda svik og draga úr útlánaáhættu.

Hvar við geymum persónuupplýsingar þínar

· Gögnin sem við söfnum frá þér eru geymd á vefþjónum í Evrópu. Hins vegar verða gögnin sem við söfnum frá þér flutt/eða opnuð af þriðju aðilum eins og getið er um í fyrri hluta þessarar stefnu og því verða slík gögn þeim aðgengileg. Sumir þriðju aðilanna sem við deilum gögnum með gætu verið með vefþjóna sína á áfangastað utan Evrópska efnahagssvæðisins (“EES”). Gögnin verða einnig opin fólki eða fulltrúum fyrirtækja sem starfa utan EES sem starfa fyrir okkur eða hjá einum af birgjum okkar. Þetta felur í sér starfsfólk sem uppfyllir pöntun þína, vinnur greiðsluupplýsingar þínar og veitir þjónustu. Við gerum nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að gögnin þín séu meðhöndluð á öruggan hátt og í samræmi við persónuverndarstefnu okkar og að þeir sem við deilum gögnum með noti svipað verklag og geri svipaðar tækniráðstafanir og við. Þegar persónuupplýsingar eru fluttar utan EES munum við leitast við að grípa til frekari ráðstafana til að þær gangi inn í stöðluð samningsákvæði ESB.

· Allar upplýsingar sem þú gefur okkur eru geymdar á öruggum vefþjónum okkar.

· Allar greiðslur verða dulkóðaðar með SSL tækni.

Réttindi þín

Undir ákveðnum kringumstæðum hefur þú réttindi samkvæmt gagnaverndarlögum hvað persónuupplýsingar þínar varðar.

· Beiðni um aðgang að persónulegum gögnum þínum. Þú átt rétt á aðgangi að upplýsingum sem geymdar eru um þig. Sum persónuleg gögn þín getur þú nálgast með því að skrá þig inn á reikninginn þinn. Hægt er að biðja um frekari upplýsingar með því að hafa samband við okkur hjá [email protected]. Við verðum við öllum sanngjörnum aðgangsbeiðnum. Komi til þess að aðgangsbeiðnin felur í sér óhóflega vinnu áskiljum við okkur rétt í samræmi við gildandi lög til að taka gjald fyrir þá vinnu sem um er að ræða. Vinsamlegast athugaðu að það eru nokkrar lagalegar takmarkanir sem meina okkur að veita þér viss gögn eins og þau sem myndu stangast á við önnur réttindi (réttur þriðja aðila til friðhelgi einkalífs, viðskiptaleyndarmál osfrv.). AML rannsóknir og AML/TF/RG áhættugreining myndu útiloka slíka afhjúpun. Eða það sem myndi stofna lögmætum hagsmunum okkar í hættu (áhættugreining og varnir gegn svikum).

· Biðja um leiðréttingu á persónuupplýsingum þínum. Þetta gerir þér kleift að láta leiðrétta öll ófullnægjandi eða ónákvæm gögn sem við höfum um þig þó við gætum þurft að sannreyna nákvæmni nýju gagnanna sem þú lætur okkur fá.

· Biðja um eyðingu persónuupplýsinga þinna. Þú hefur rétt á að biðja okkur um að eyða öllum upplýsingum sem við höfum um þig sem eru ekki viðeigandi fyrir þann tilgang sem við söfnum þeim fyrir. Þetta gerir þér kleift að biðja okkur um að eyða eða fjarlægja persónuupplýsingum sem við höfum ekki góða og gilda ástæðu fyrir að halda áfram að vinna úr. Þú gætir líka beðið okkur um að eyða öllum persónulegum gögnum þínum, í því tilviki biðjum við þig um að loka reikningnum þínum. Það gætu verið lagalegar skyldur sem banna okkur að eyða upplýsingum sem geymdar eru um þig strax á þeim tíma sem beiðnin er lögð fram (svo sem löggjöf gegn peningaþvætti), en við munum afgreiða beiðni þína við fyrsta tækifæri þegar viðeigandi tímabil varðveislu gagna rennur út.

· Mótmæli gegn úrvinnslu persónuupplýsinga þinna. Þú átt rétt á að andmæla vinnslu á persónuupplýsingum vegna lögmætra hagsmuna okkar (eða þriðja aðila). Þú hefur einnig rétt til að andmæla ef við nýtum persónuupplýsingar þínar í beinni markaðssetningu á grundvelli lögmætra hagsmuna (en ekki samþykkis). Þú gætir líka mótmælt því að við sýnum þér markmiðaðar auglýsingar á síðunni okkar, en þá sérðu frekar auglýsingar sem skipta minna máli fyrir áhugamál þín. Þegar þú mótmælir vinnslu á grundvelli lögmætra hagsmuna, verðum við í hverju tilviki að meta andmæli þín og sjá hvort við höfum haldbærar ástæður sem yfirtaka réttindi þín og frelsi (nema hvað beina markaðssetningu varðar).

· Beiðni um takmörkun á vinnslu persónuupplýsinga þinna. Þú getur beðið okkur um að fresta vinnslu persónuupplýsinga þinna í eftirfarandi tilfellum: (a) Ef þú vilt að við útlistum nákvæmni gagnanna; eða (b) þú hefur mótmælt notkun okkar á gögnunum þínum og við þurfum að sannreyna hvort við höfum lögmætar ástæður til að nota þau; eða (c) þegar þú telur að notkun okkar á persónuupplýsingum þínum sé ólögleg.

· Biðja um flutning á persónulegum gögnum þínum (beiðni um gagnaflutning). Þú getur beðið um persónuupplýsingar þínar. Við veitum þér persónuupplýsingar þínar á skipulögðu og auðlesanlegu sniði. Athugaðu að þetta á einungis við sjálfvirkar upplýsingar sem þú gafst okkur upphaflega samþykki fyrir að nota eða upplýsingar sem við notuðum til að gera samning við þig.

· Réttur til að afturkalla samþykki vegna beinnar markaðssetningu. Þú getur skipt um skoðun í tengslum við hvort við getum haft samband við þig með beinni markaðssetningu. Þú getur nýtt þér rétt þinn til að hætta að fá beina markaðssetningu með því að fara inn á reikninginn þinn og afnema samþykki þitt eða með því að hafa samband við þjónustudeildina okkar. Þú getur líka afskráð áskrift með því að fylgja leiðbeiningum sem gefnar eru upp. Afturköllun á samþykki vinnslu persónuupplýsinga í markaðslegum tilgangi mun eiga við um síðuna sem þú sendir beiðnina í gegnum. Ef þú ert með reikninga hjá ýmsum vörumerkjum sem rekin eru samkvæmt leyfum Group þarftu að afturkalla samþykki á öllum þeim síðum. Að öðrum kosti geturðu haft samband við okkur hjá [email protected] og við framfylgjum óskum þínum á öllum vefsíðum okkar.

· Kvörtunarréttur – Þú átt rétt á að kvarta yfir starfsháttum okkar til upplýsinga- og gagnaverndarfulltrúa hjá https://idpc.org.mt/en/Pages/contact/complaints.aspx.

· Við geymum afrit af öllum samskiptum sem þú sendir okkur (þar á meðal afrit af tölvupósti) til að halda nákvæmt yfirlit yfir þær upplýsingar sem við höfum fengið frá þér.

· Þú getur líka nýtt réttindi þín hvenær sem er með því að hafa samband við okkur hjá [email protected] Öll samskipti við okkur verða að vera í gegnum netfangið sem er tengt við reikninginn þinn. Við munum staðfesta hver þú ert áður en við svörum beiðni.

Tímamörk til að svara

Við reynum að svara öllum lögmætum beiðnum innan eins mánaðar. Stundum getur það tekið okkur lengri tíma ef beiðni þín er sérstaklega flókin eða þú hefur lagt fram fjölda beiðna. Í þessu tilfelli munum við láta þig vita.

Gagnaöryggi

Við höfum gert viðeigandi öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar glatist fyrir slysni, séu notaðar á óheimilan hátt eða þeim sé breytt eða birtar. Að auki takmörkum við aðgang starfsmanna, verktaka eða þriðju aðila að persónuupplýsingum þínum. Þeir aðilar munu aðeins nýta persónuupplýsingar þínar samkvæmt fyrirmælum okkar og þeir eru bundnir þagnarskyldu.

Við höfum verklagsreglur ef grunur leikur á að misbrestur hafi orðið á vinnslu persónugagna. Við látum þig og viðeigandi eftirlitsaðila vita um brot þegar okkur er lagalega skylt að gera það.

Gagnageymsla

Við verðum að varðveita allar grunnupplýsingar um þig lögum samkvæmt (eins og AML eða fjárhættuspilalögum) í hvaða lögsögu sem er.

Þú getur beðið okkur um að eyða gögnum þínum með því að loka reikningnum þínum. Í því tilviki, þar sem það er mögulegt, munum við tafarlaust eyða öllum upplýsingum fyrir utan þær sem við þurfum að viðhalda til að uppfylla lagalegar skyldur okkar eins og tilgreint er hér að ofan.

Við sumar kringumstæður gætum við séð til þess að það sé ekki lengur hægt að tengja persónuupplýsingar þínar við þig í rannsóknar- eða tölfræðilegum tilgangi, en þá gætum við notað þessar upplýsingar um óákveðinn tíma án þess að tilkynna þér það sérstaklega.

Vefkökur

Vefsíðan okkar notar vefkökur. Vefkaka er lítil skrá af bókstöfum og tölustöfum sem við setjum á tölvuna þína. Vefkökurnar gera okkur kleift að greina þig frá öðrum notendum vefsíðunnar okkar, sem hjálpar okkur að veita þér góða upplifun þegar þú vafrar um vefsíðuna okkar og gerir okkur einnig kleift að bæta síðuna okkar.

Fyrir frekari upplýsingar um vefkökur, vinsamlegast sjá vefkökutilkynningu okkar hér að neðan.

Auglýsingar á síðunni

Af og til gætum við sett auglýsingar á síðuna sem nýta upplýsingar sem þú hefur gert okkur aðgengilegar þegar þú hefur haft samskipti við síður okkar, efni eða þjónustu, byggt á samþykki þínu. Auglýsingar á síðunni, einnig stundum kallaðar sérsniðnar eða markmiðaðar auglýsingar, eru birtar þér á grundvelli upplýsinga sem safnað er með vefkökum.

Þú getur valið að fá ekki auglýsingar á síðunni frá okkur. Þú munt sjá auglýsingar en þær verða ekki sérsniðnar. Þú getur farið á spilareikningssíðuna þína til að breyta markaðsstillingunum.

Ennfremur, eins og lýst er í vefkökutilkynningunni hér að neðan, geturðu breytt stillingum í flestum vöfrum þannig að þú ert látin(n) vita þegar þú færð nýja vefköku og getur slökkt alveg á vefkökum.

Auglýsingar á síðum þriðja aðila

Við notum þriðju aðila sem safna gögnum um notendur forrita sinna og vefsvæða með eigin vefkökum og annarri tækni sem skrá netvirkni til að skilja áhugamál viðkomandi og senda auglýsingar sem eru sérsniðnar að notandanum. Við kaupum auglýsingapláss á vefsvæðum þriðju aðila og auglýsingar okkar gætu birst þegar þriðji aðilinn telur að auglýsingin okkar sé viðeigandi fyrir áhugasvið þitt samkvæmt upplýsingum sem hann hefur safnað.

Við veitum ekki persónulegar upplýsingar til auglýsenda eða vefsvæða þriðju aðila sem birta áhugasviðsauglýsingar okkar, en þeir gætu hafa safnað persónuupplýsingum frá þér út frá notkun þinni á síðunni þeirra (svo sem lesnar greinar, tegundir auglýsinga sem smellt er á o.s.frv. ), eða í gegnum gagnagreiningaraðila (eins og Google Analytics – sjá tilkynningu um vefkökur fyrir frekari upplýsingar) og þeir geta því sérsniðið auglýsingaefni sem birt er á síðunni þeirra í samræmi við áhugamál þín.

Auglýsendur þriðju aðila eða auglýsingafyrirtæki sem vinna fyrir þeirra hönd nota tækni til að birta auglýsingar okkar. Þeir fá sjálfkrafa IP tölu þína þegar þetta gerist. Þeir gætu einnig notað vefkökur til að mæla virkni auglýsinga sinna og til að sérsníða auglýsingaefni.

Við höfum ekki aðgang að vefkökum eða stjórnum verklagi auglýsenda og vefsvæða þriðju aðila og það fellur því ekki undir persónuverndartilkynningu okkar. Vinsamlegast hafðu samband beint við þá til að fá frekari upplýsingar um persónuverndarstefnu þeirra.

Breytingar á persónuverndarstefnu okkar

Allar breytingar sem við gerum á persónuverndarstefnu okkar verða birtar á þessari síðu og, þar sem við á, tilkynntar þér með tölvupósti. Vinsamlegast kannaðu hvort uppfærslur eða breytingar hafa orðið á persónuverndarstefnu okkar. Ef þú samþykkir ekki breytingarnar mælum við með því að þú hafir samband við þjónustudeild okkar.

Vefkökutilkynning

Vefsíðan okkar notar vefkökur. Vefkaka er lítil textaskrá af bókstöfum og tölustöfum sem við setjum á tölvuna þína. Vefkökurnar gera okkur kleift að greina þig frá öðrum notendum vefsíðunnar okkar sem hjálpar okkur að veita þér góða upplifun þegar þú vafrar um síðuna og til að bæta virkni síðunnar.

Hvernig á að stjórna vefkökum

Þú getur stjórnað notkun á vefkökum í gegnum stillingar vafrans þíns. Hjálpin í vafranum þínum ætti að veita þér réttar upplýsingar. Sumir vafrar bjóða upp á gagnlegar leiðbeiningar um vefkökur:

Að öðrum kosti veitir http://www.allaboutcookies.org ráðleggingar um hvernig á að gera þetta og frekari upplýsingar um vefkökur og hvernig á að stjórna þeim.

Google Analytics býður upp á útilokunarmöguleika: http://tools.google.com/dlpage/gaoptout

N.B. Þú gætir þurft að skoða leiðbeiningabækling fartækisins (mobile) til að stjórna vefkökum þess.

Vefkökur sem eru til þess að þú getir notað vefsíðu okkar og eiginleika hennar, eins og til dæmis að fara inn á örugga hluta síðunnar.

Vinsamlegast athugaðu að ekki er hægt að slökkva á bráðnauðsynlegum vefkökum. Að loka á þessar vefkökur kemur í veg fyrir skráningu/vottun á síðuna og gerir efni/aðgerðir óaðgengilegt. Við notum vefkökurnar til að muna kjörstillingar þínar á vefsíðu okkar (eins og notandanafn, tungumál og svæðið sem þú ert á) til að veita þér persónulegri þjónustu. Vefkökurnar geta einnig verið notaðar til að muna breytingar sem þú hefur gert á textastærð, leturgerð og öðrum hlutum vefsíðna sem þú getur sérsniðið. Þær gætu verið notaðar til að veita þjónustu sem þú hefur beðið um eins og að horfa á myndbönd eða skrifa athugasemdir við blogg. Upplýsingarnar sem vefkökurnar safna geta gætt nafnleyndar og þær geta ekki fylgst með notkun þinni á öðrum vefsíðum.

Flokkar vefkaka Lýsing
Bráðnauðsynlegar vefkökur
“Performance” vefkökur Þær safna upplýsingum um hvernig viðskiptavinir nota vefsíðu, til dæmis hvaða síður þeir fara oftast á og hvort þeir fái villuboð frá síðum. Vefkökurnar safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti. Upplýsingar sem kökurnar safna eru samansettar og því nafnlausar.
“Functionality” vefkökur
Miðunar-/Auglýsingavefkökur Vefkökurnar skrá heimsókn þína, síðurnar sem þú hefur heimsótt, leikina sem þú hefur spilað, fjárhagsfærslur sem þú hefur gert og almenna hegðun þína á vefsíðunni. Þær eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær takmarka hversu oft þú sérð auglýsingu auk þess að mæla hversu áhrifaríkar auglýsingaherferðir eru. Við notum þessar upplýsingar til að gera vefsíðu okkar og auglýsingarnar sem birtast eða berast þér viðeigandi fyrir áhugamál þín. Við gætum einnig deilt þessum upplýsingum með þriðja aðila sem aðstoða okkur við greiningar.

3. aðila Vefkökur

Þriðju aðilar (þar á meðal t.d. auglýsingaveitur og aðilar sem veita ytri þjónustu eins og vefumferðargreiningu) gætu einnig notað vefkökurnar sem við höfum ekki stjórn á. Líklegt er að þessar vefkökur séu greiningar- eða miðunarkökur. Taflan hér að neðan sýnir þriðju aðila vefkökur.

Dæmi um vefsíðu þriðja aðila sem gæti notað vefkökur á síðunni okkar eru birgjar leikjanna okkar. Við erum með leiki á síðunni okkar sem eru útvegaðir af þriðja aðila. Þess vegna gætir þú fengið köku frá þriðja aðila á meðan þú spilar leiki hans. Ennfremur, ef þú deilir efni okkar utan vefsíðna okkar (eins og með Facebook), gætir þú fengið sendar vefkökur frá þessum vefsíðum.

Við stjórnum ekki stillingum þessara vefkaka svo það er mælt með því að skoða vefsíðu þriðja aðila til að fá frekari upplýsingar um vefkökur þeirra og hvernig á að stjórna þeim.

Hegðun vefkakna

Session vefkökur

“Session” vefkökur eru tímabundnar þegar notandi heimsækir vefsíðu. Session vefkökur eyðast um leið og notandinn yfirgefur síðuna/lokar vafranum.

“Persistent” vefkökur

Vefkökurnar verða eftir á tölvu notandans og endurvirkjast þegar notandinn heimsækir vefsíðuna sem bjó til vefkökuna. Vefkökurnar renna út eftir ákveðinn tíma (stillt í skránni), eða hægt að fjarlægja þær handvirkt.

Við notum bæði tímabundnar kökur (session) og eilífðarkökur (persistent).

Ef þú vilt sjá yfirlit yfir vefkökurnar sem eru notaðar, smelltu þá hér.

Samskipti

Spurningar, athugasemdir og beiðnir varðandi þessa persónuverndarstefnu eru vel þegnar og skal beint til [email protected].

Google Analytics býður upp á útilokunarmöguleika: http://tools.google.com/dlpage/gaoptout

N.B. Þú gætir þurft að skoða leiðbeiningabækling fartækisins (mobile) til að stjórna vefkökum þess.

Bráðnauðsynlegar vefkökur

Vefkökur sem eru til þess að þú getir notað vefsíðu okkar og eiginleika hennar, eins og til dæmis að fara inn á örugga hluta síðunnar.

Vinsamlegast athugaðu að ekki er hægt að slökkva á bráðnauðsynlegum vefkökum. Að loka á þessar vefkökur kemur í veg fyrir skráningu/vottun á síðuna og gerir efni/aðgerðir óaðgengilegt.

“Performance” vefkökur

Þær safna upplýsingum um hvernig viðskiptavinir nota vefsíðu, til dæmis hvaða síður þeir fara oftast á og hvort þeir fái villuboð frá síðum. Vefkökurnar safna ekki upplýsingum sem auðkenna gesti. Upplýsingar sem kökurnar safna eru samansettar og því nafnlausar.

“Functionality” vefkökur

Við notum vefkökurnar til að muna kjörstillingar þínar á vefsíðu okkar (eins og notandanafn, tungumál og svæðið sem þú ert á) til að veita þér persónulegri þjónustu. Vefkökurnar geta einnig verið notaðar til að muna breytingar sem þú hefur gert á textastærð, leturgerð og öðrum hlutum vefsíðna sem þú getur sérsniðið. Þær gætu verið notaðar til að veita þjónustu sem þú hefur beðið um eins og að horfa á myndbönd eða skrifa athugasemdir við blogg. Upplýsingarnar sem vefkökurnar safna geta gætt nafnleyndar og þær geta ekki fylgst með notkun þinni á öðrum vefsíðum.Miðunar-/AuglýsingavefkökurVefkökurnar skrá heimsókn þína, síðurnar sem þú hefur heimsótt, leikina sem þú hefur spilað, fjárhagsfærslur sem þú hefur gert og almenna hegðun þína á vefsíðunni. Þær eru notaðar til að birta auglýsingar sem eiga betur við þig og áhugamál þín. Þær takmarka hversu oft þú sérð auglýsingu auk þess að mæla hversu áhrifaríkar auglýsingaherferðir eru. Við notum þessar upplýsingar til að gera vefsíðu okkar og auglýsingarnar sem birtast eða berast þér viðeigandi fyrir áhugamál þín. Við gætum einnig deilt þessum upplýsingum með þriðja aðila sem aðstoða okkur við greiningar.

3. aðila Vefkökur

Þriðju aðilar (þar á meðal t.d. auglýsingaveitur og aðilar sem veita ytri þjónustu eins og vefumferðargreiningu) gætu einnig notað vefkökurnar sem við höfum ekki stjórn á. Líklegt er að þessar vefkökur séu greiningar- eða miðunarkökur. Taflan hér að neðan sýnir þriðju aðila vefkökur.

Dæmi um vefsíðu þriðja aðila sem gæti notað vefkökur á síðunni okkar eru birgjar leikjanna okkar. Við erum með leiki á síðunni okkar sem eru útvegaðir af þriðja aðila. Þess vegna gætir þú fengið köku frá þriðja aðila á meðan þú spilar leiki hans. Ennfremur, ef þú deilir efni okkar utan vefsíðna okkar (eins og með Facebook), gætir þú fengið sendar vefkökur frá þessum vefsíðum.

Við stjórnum ekki stillingum þessara vefkaka svo það er mælt með því að skoða vefsíðu þriðja aðila til að fá frekari upplýsingar um vefkökur þeirra og hvernig á að stjórna þeim.

Hegðun vefkakna

Session vefkökur

“Session” vefkökur eru tímabundnar þegar notandi heimsækir vefsíðu. Session vefkökur eyðast um leið og notandinn yfirgefur síðuna/lokar vafranum.

“Persistent” vefkökur

Vefkökurnar verða eftir á tölvu notandans og endurvirkjast þegar notandinn heimsækir vefsíðuna sem bjó til vefkökuna. Vefkökurnar renna út eftir ákveðinn tíma (stillt í skránni), eða hægt að fjarlægja þær handvirkt.

Við notum bæði tímabundnar kökur (session) og eilífðarkökur (persistent).

Ef þú vilt sjá yfirlit yfir vefkökurnar sem eru notaðar, smelltu þá hér.

Samskipti

Spurningar, athugasemdir og beiðnir varðandi þessa persónuverndarstefnu eru vel þegnar og skal beint til [email protected].